Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Aðgengi fatlaðra að byggingum er víða ábótavant, að mati Öryrkjabandalagsins.
Aðgengi fatlaðra að byggingum er víða ábótavant, að mati Öryrkjabandalagsins. ljósmynd/norden.org

Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Í ályktun ÖBÍ segir að þrátt fyrir ákvæði í lögum um aðgengi fyrir alla og algilda hönnun komist eigendur mannvirkja enn upp með að reisa og breyta byggingum án þess að virða aðgengiskröfur. Lagt er til að slökkvilið sinni eftirlitinu en það sinnir þegar eldvarnareftirliti um land allt. Ályktunin var samþykkt í dag.

Örorkulífeyrir hækki um 40%

Meðal annarra ályktana sem voru samþykktar var hvatning til þingheims um löggildingu valkvæðs viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn sjálfur var samþykktur í síðasta mánuði og í þingsályktunartillögunni sagt að stefna skuli að innleiðingu viðaukans fyrir áramót.

Þá vill Öryrkjabandalagið að óskertur lífeyrir almannatrygginga verði hækkaður upp í 390.000 krónur á mánuði en hann er í dag 280.000 krónur á mánuði. Einnig þurfi að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu, fyrst fyrir börn, langveika og öryrkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert