Kröfufundur í minningu stjórnarskrárkosningar

Fundurinn var sá fimmti og síðasti í röð kröfufunda.
Fundurinn var sá fimmti og síðasti í röð kröfufunda. mbl.is/Golli

Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ og var tónlistarmaðurinn Hörður Torfason fundarstjóri.

Ræðumenn voru þau Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason.

Fundurinn var sá fimmti og síðasti í röð kröfufunda, sem lokið var með afmælisveislu í tilefni þess að fimm ár eru nú liðin frá því almenningur „kaus nýju stjórnarskrártillöguna í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012! 

Því miður er afmælisbarnið fjarverandi og við höldum áfram að spyrja; Hvað varð um nýju stjórnarskrána?,“ sagði í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum fundarins.

Efnt var til afmælisveislu samhliða kröfufundinum, þar sem 5 ár …
Efnt var til afmælisveislu samhliða kröfufundinum, þar sem 5 ár eru nú liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármálið. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert