250 milljónir vantar til Heilsustofnunarinnar í Hveragerði eða skera þarf niður

Heilsustofnunin í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði mbl.is/Sigurður Bogi

Mikill niðurskurður er fyrir höndum í starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands fáist ekki aukið fé í reksturinn.

Auka þyrfti framlög um 250 milljónir á ári hverju ef halda á í horfinu, að mati Haraldar Erlendssonar, yfirlæknis og forstjóra, í umfjöllun um mál stofnunarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Um 1.500 manns koma á hverju ári í endurhæfingu í Hveragerði. Ríkið greiðir um 16 þúsund krónur á dag fyrir hvern sjúkling. Algengt er að sjúklingar borgi því til viðbótar rösklega 200 þúsund fyrir fjögurra vikna meðferð. „Þróunin er sú að ríkið tekur æ minni þátt í kostnaði við meðferð hér,“ segir Haraldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert