Horfurnar bestar á Íslandi

Þota WOW í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli. Flugfélagsins er sérstaklega getið …
Þota WOW í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli. Flugfélagsins er sérstaklega getið í spánni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Löndunum er raðað í röð á kvarða sem kallast „Tourism Potential Index 2017“ og er til þess fallinn að gefa lesendum innsýn í það hvar viðskiptatækifæri á sviði ferðaþjónustu liggja.

Ísland er í fyrsta sæti á listanum en í útdrætti segir að þar skipti mestu hratt aukið framboð WOW á flugferðum til landsins á milli áranna 2015 og 2016.

Einnig kemur fram í útdrættinum að hvergi sé spáð meiri aukningu ferðamanna, í löndunum 60, en á Íslandi þegar horft sé til áranna 2016-2021. Fram kemur jafnframt að horfur í ferðamannaiðnaði séu verstar í Egyptalandi. Þar er gert ráð fyrir 1,1% vexti árlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert