Rætist úr spánni á kjördag

Útlit er fyrir milt og gott veður á kjördag.
Útlit er fyrir milt og gott veður á kjördag. mbl.is/kort

Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag.

Að sögn vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hefur verið óvissa í spánni. Í gær leit til dæmis út fyrir að leiðinlegt veður yrði á kjördag með slyddu og snjókomu á norðanverðu landinu.

Nú hefur aðeins ræst úr spánni og verður hiti á bilinu 1 til 9 stig, hlýjast verður á Suðurlandi. Þá má búast við dálítilli rigningu með köflum sunnan- og vestanlands. Léttskýjað verður um landið austanvert.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert