Stal 18 þúsund króna kampavínsflösku

Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kostaði flaskan átján þúsund krónur, en maðurinn er sagður hafa iðrast sárlega þegar lögreglan ræddi við hann og ætlaði hann í framhaldinu að greiða fyrir flöskuna sem hann hafði opnað.

Fram kemur að greiðsluna hafi maðurinn þó ekki getað innt af hendi fyrr en eftir mánaðamót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert