Vakan heldur blaðamannafund

Smáralind.
Smáralind. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað.

Fundurinn fer fram klukkan 15, þar sem fólk greiðir utankjörfundaratkvæði í Smáralind. Á fundinum verður kynnt hvaða tilmæli Vakan hefur til þeirra sem ætla að sækja Vökuna á kosninganótt. Upphaflega var gert ráð fyrir að sjálfa á kjörstað tryggði aðgang að viðburðinum, en þekktir tónlistarmenn koma fram á kosningavökunni.

Með skipuleggjendum Vökunnar á morgun verða tónlistarmenn sem koma fram á Vökunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert