Íslendingar bíða eftir nýjum kjörfundi

Íslendingar Tor­revieja, Alican­te og Benidorm kjósa utankjörfundar í þingkosningunum 2017.
Íslendingar Tor­revieja, Alican­te og Benidorm kjósa utankjörfundar í þingkosningunum 2017.

„Það er mikill áhugi á þingkosningunum heima meðal landa sem hér eru,“ segir Þórleifur Ólafsson sem dvelur á vinsælum Íslendingastað, Torrevieja, á austurstönd Spánar.

Á kjörfundi sem ræðismaður Íslands á Benidorm efndi til í síðustu viku kláruðust allir kjörseðlarnir, 250 að tölu, og hefur verið sent eftir fleirum. Þórleifur segir að menn eigi von á kjörfundi í dag eða á morgun.

Fjölmargir Íslendingar búa á Torrevieja, Alicante og Benidorm eða eiga þar orlofshús. „Fólkið hér lætur ekkert uppskátt um það hvaða flokka það ætlar að kjósa, en er staðráðið í að nota kosningaréttinn,“ segir Þórleifur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert