Tuga milljarða íbúðakaup

Raunverð íbúða hefur hækkað mikið í borginni á síðustu árum. …
Raunverð íbúða hefur hækkað mikið í borginni á síðustu árum. Þá sérstaklega miðsvæðis í borginni. mbl.is/Golli

Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið.

Til samanburðar er bygging meðferðarkjarna við Landspítalann talin munu kosta 30 milljarða sömu ár. Fram kemur í umsögn fjármálastjóra borgarinnar um þessi kaup að vegna skorts hafi myndast „uppboðsmarkaður“ á íbúðum.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaupin örþrifaráð. Það muni reynast borginni dýrkeypt að þurfa að kaupa íbúðir þegar verðið er sögulega hátt. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segir það hafa reynst dýrkeypt að fjölga ekki íbúðum Félagsbústaða á árunum eftir hrunið. Borgin hafi ranglega metið að jafn dýrt yrði að leigja á almennum markaði og hjá Félagsbústöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert