Fjórir í fangageymslu vegna ölvunar

mbl.is/Þórður

Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Þá voru fjórir einstaklingar til viðbótar handteknir vegna ölvunarástands og fengu þeir að gista fangageymslur lögreglunnar í nótt.

Einnig barst lögreglu tilkynning um eina líkamsárás. Voru meiðsl þess sem fyrir árásinni varð minniháttar að því er fram kemur í dagbók lögreglu og ekki er enn vitað hver árásarmaðurinn var.

Einn var þá handtekinn vegna innbrots og þjófnaðar og fékk hann að gista fangageymslur lögreglu.

Þá bárust  fjórar tilkynningar um hávaða í heimahúsum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert