Björk vill betri framtíð fyrir dætur heimsins

Björk gefur út nýja plötu í næstu viku sem nefnist …
Björk gefur út nýja plötu í næstu viku sem nefnist Utopia. Á henni ríkir meiri bjartsýni en á Vulnicura, síðustu plötu Bjarkar. Ljósmynd/Santiago Felipe

Utopia, nýjasta plata Bjarkar, er óður til ástarinnar, í víðasta skilningi orðsins, en Björk segir fólk verða að ákveða að framtíðin verði björt og vinna að því með öllum ráðum.

Í viðtali við Sunnudagsblaðið talar Björk um plötuna og segir einnig frá um kynferðislega áreitni og lygar sem á hana voru bornar fyrir átján árum. Hún segir þungu fargi af sér létt með því að segja frá enda hafi sér hafi liðið eins og hún væri með járnklump inni í sér allan þennan tíma. Engu að síður þótti henni erfitt að stíga fram.

„En þetta er rétti tíminn og líka fyrir dætur okkar, svo þær lendi ekki í þessu. Ef dóttir mín getur farið í vinnuumhverfi þar sem hún þarf ekki bara að kyngja þessu er það þess virði,“ segir Björk meðal annars í viðtalinu.

Síðasta plata Bjarkar, Vulnicura, var uppgjör hennar við skilnað sinn við listamanninn Matthew Barney. Nýja platan er öll léttari enda einum kafla lokið í lífi Bjarkar og nýr hafinn. Björk seg­ir þessa plötu vera nýja byrj­un, hún hafi unnið mikið í sjálfri sér í gegn­um tón­list­ina og seg­ir það vera eins og tón­list­ar­lega jógaæf­ingu.

Viðtalið við Björk Guðmundsdóttur má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.



Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert