„Það vissi enginn hvað var í gangi“

Bíldshöfði 18. Á efri hæð þessa húss er fyrirhugað að …
Bíldshöfði 18. Á efri hæð þessa húss er fyrirhugað að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur. Eigendur fyrirtækja á neðri hæð krefjast lögbanns. mbl.is/Hari

„Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18.

Greint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi að eigendur fjórtán fyrirtækja að Bíldshöfða 18 krefjist þess að sýslumaður setji lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu. Ráðgert er að þar verði allt að 70 hælisleitendur hverju sinni.

Útlendingastofnun tók nýlega á leigu stóran hluta efri hæðar byggingarinnar. Beiðni um að fá að breyta nýtingu húsnæðisins var upphaflega synjað af Reykjavíkurborg. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti síðar undanþágu frá ákvæðum reglugerðar í málinu. Lögmaður eigendanna sagði að yrði lögbannskrafa ekki samþykkt yrði höfðað skaðabótamál, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert