Keyrðu á ljósastaur og stungu af

mbl.is/Þórður

Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins en þau eru grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, akstur án ökuréttinda o.fl. Parið hlaut engin meiðsli við óhappið, en bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá voru nokkrir ökumenn teknir fyrir ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt.

Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var svo ofurölvi kona handtekin við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur. Þar sem ekki var hægt að koma konunni heim var hún vistuð í fanageymslu lögreglu meðan ástand hennar lagast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert