Fötin ganga í endurnýjun lífdaga sinna vegna fatasöfnunar

Ungmennaráð Barnaheilla stóð fyrir söfnuninni annað árið í röð. Að …
Ungmennaráð Barnaheilla stóð fyrir söfnuninni annað árið í röð. Að sögn verkefnastjóra tóku fjórum til fimm sinnum fleiri þátt í ár. mbl.is/​Hari

Um 300 manns afhentu Ungmennaráði Barnaheilla barna- og unglingaföt í gær þegar samtökin stóðu fyrir árlegri fatasöfnun í tilefni af afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þetta er annað árið í röð sem ungmennaráðið safnar fötum fyrir börn á Íslandi sem af einhverjum ástæðum geta ekki útvegað sér nauðsynlegan fatnað, t.d. vegna fjárhagsstöðu.

Í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Ágústsson, verkefnastjóri fatasöfnunarinnar, söfnunina hafa gengið vonum framar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert