Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

Búið er að loka veginum um Víkurskarð.
Búið er að loka veginum um Víkurskarð. mynd/Vegagerðin

Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt  að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu.

Á vef Vegagerðarinnar segir að á Vestfjörðum muni snjóa fram undir hádegi. Á Vesturlandi lægir um tíma, en hvessir aftur nú um miðjan dag með norðaustanátt og skafrenningi. Frá Eyjafirði og austur úr verður viðvarandi éljagangur, blástur og blinda í dag. Í Öræfum versnar snögglega á milli kl. 12 og 13  og hríðarbylur verður til að byrja með.  Snarpir sviptivindar allt 40-45 m/s í hviðum, einkum á kaflanum frá  Skaftafelli austur fyrir Svínafell. Lægir ekki að gagni fyrr en í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert