Skattahækkanir bætast við verðhækkanir á eldsneyti

Tankfyllingin verður dýrari að óbreyttu.
Tankfyllingin verður dýrari að óbreyttu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika.

Þetta kemur fram í útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fyrir Morgunblaðið. Verðið miðast við sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð hjá N1 og Olís.

Olíuverð hefur hækkað undanfarið. Auknar álögur á eldsneyti leiða að óbreyttu til þess að útsöluverð á bensíni og dísil án afsláttar verður vel á þriðja hundrað krónur, að því er fram kemur í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert