Bágbornir hemlar festivagns ollu banaslysinu

Bíllinn fór út af í brattri brekku, hemlarnir virkuðu illa.
Bíllinn fór út af í brattri brekku, hemlarnir virkuðu illa. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Mýrdalnum 20. júní 2016 er rakið til þess að hemlar festivagns voru í afar bágbornu ástandi.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Ökumaður bílsins, 54 ára karl, lést.

Ökutækið var vörubíll sem var nýskráður 1966. Festivagninn var af árgerð 1988. Á honum var skurðgrafa og vó vagnlestin alls 43 tonn. Bíllinn var með gilda skoðun. Festivagninn hafði farið í skoðun tólf dögum fyrir slysið og fengið endurskoðun. M.a. var sett út á hemla, tengibúnað og styrkleikamissi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert