„Maður fæðist og lifir með fuglunum“

Inga Jóhannesdóttir á Hrafnistu í Reykjavík. Hún ólst upp á …
Inga Jóhannesdóttir á Hrafnistu í Reykjavík. Hún ólst upp á Breiðafjarðareyjum. mbl.is/Eggert

„Ég fæddist í Einarshúsi í Flatey á Breiðafirði. Ég man nú varla eftir mér fyrr en ég verð níu ára. Húsbóndinn á heimilinu sagði þá: „Þú verður tíu ára í haust og þarft að gegna öllu fullorðnu fólki, því þú þarft að vinna fyrir mat þínum, hreppurinn borgar ekki meir.““

Inga Jóhannesdóttir dvelur á Hrafnistu í Reykjavík og er 100 ára í dag. Inga var tekin af móður sinni, Einöru Pétursdóttur, við fæðingu og ólst upp sem hreppsómagi á Breiðafjarðareyjunum.

„Ég kynntist móður minni ekki fyrr en um fermingu. Um það leyti hlaut ég þá einu barnaskólagöngu sem ég fékk, sem voru tvær vikur hjá farandkennara, en svo gekk ég auðvitað til prestsins,“ segir Inga og kveðst hafa verið afar ánægð að hafa fengið kennslu og staðið sig vel því hún kunni að lesa aðeins fimm ára gömul. Litið var niður á börn sem voru hreppsómagar og þeim var strítt af hinum börnunum, að því er fram kemur í afmælissamtali við Ingu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert