Vínbúð opnuð í Kauptúni

Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag.
Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar.

Til stóð að opna verslunina í Kauptúni fyrir viku, en af því varð ekki þar sem formlegt leyfi lá ekki fyrir um Vínbúð á þessum stað. Á fundi bæjarráðsins í gær var lögð fram afgreiðsla skipulagsnefndar bæjarins þar sem ekki var lagst gegn því að ÁTVR opnaði vínbúð í Kauptúni. Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að leyfið yrði veitt.

Í Vínbúðinni Garðabæ er uppröðun með nokkuð óhefðbundnu sniði, segir á heimasíðu ÁTVR. Í stað þess að raða eftir löndum eins og í öðrum Vínbúðum verður léttvínum raðað eftir bragðeiginleikum sem gerir viðskiptavinum auðvelt að finna rétta vínið. Þannig er vínunum skipað í flokka eftir bragði og sætleika og með hverjum flokki eru lýsandi matartákn sem gefa til kynna með hvaða mat vínið hentar, segir á heimasíðunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert