Segir áhyggjur af brottkasti að mestu óþarfar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. SFS segir áhyggjur af brottkasti óþarfar.

Í þættinum var fjallað um meint svindl í formi framhjálandana auk þess sem fjallað var um brottkast afla á íslenskum skipum. Í tilkynningunni kemur fram að verulega hafi dregið úr brottkasti síðastliðin 30 ár og þar hafi upptaka kvótakerfisins verið mikið gæfuspor.

Á það er bent að í skýrslum Hafrannsóknastofnunar komi fram að brottkast á þorski sé metið um 1% en 2-3% á ýsu. „Að sjálfsögðu stendur fullur vilji til þess að útrýma algerlega brottkasti og allir þeir sem bera ábyrgð, sjávarútvegsfyrirtæki, sjómenn og stjórnvöld, eiga ávallt að leita skýringa og leiða til að gera enn betur.“

Yfirlýsingin í heild:

Umfjöllun um brottkast - kveikur án elds

Í fréttaskýringaþættinum Kveikur, sem sýndur var í sjónvarpi Ríkisútvarpsins í kvöld, var fjallað um brottkast. Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra. Þar sem það virðist hafa verið talið óþarft, þá er rétt að fara yfir nokkur mikilvæg atriði þessu tengd.

Enginn deilir um það að fyrir um 30 árum tíðkaðist brottkast og þótti raunar ekkert tiltökumál. Frá þeim tíma hefur hins vegar orðið mjög jákvæð þróun, enda dyggilega að því unnið að breyta fyrri framkvæmd.

Upptaka kvótakerfis var mikið gæfuspor í mörgu tilliti. Að því er brottkast varðar, þá hafði kvótakerfið þau jákvæðu áhrif að umgengni um auðlindir sjávar varð verulega betri. Hér á árum áður myndaðist því miður hvati til að henda fiski helst þegar kvóti var mjög takmarkaður samanborið við veiðigetu skips. Vandmál fyrri tíðar voru þannig aðallega rakin til bágs ástands þorskstofnsins og skorts á sveigjanleika í kerfinu. Með takmörkuðum heimildum til veiða á þorski, en jafnvel auknum heimildum til veiða á tegundum líkt og ýsu og ufsa, kom vandamálið glögglega í ljós. Í blönduðum veiðum þessara tegunda, þar sem aflaheimildir í þorski voru af skornum skammti, var honum jafnvel kastað.

Niðurstaða samstarfsnefndar, sem skipuð var af þáverandi sjávarútvegsráðherra árið 1994 og átti að gera tillögur að bættri umgengni um auðlindir sjávar, var að efling þorskstofnsins væri helsta lausn brottkasts og löndunar framhjá vigt.

Okkur hefur blessunarlega tekist vel til. Viðmiðunarstofn þorsks hefur vaxið úr 688 þúsund tonnum árið 2007 í 1.241 þúsund tonn árið 2016. Sú mikilvæga meginregla gildir auðvitað hér á landi að allan afla, sem kemur í veiðarfæri skal koma með að landi og láta vigta í löndunarhöfn. Brottkast er því ólögmætt. Löggjafinn áttaði sig einnig á því, í samræmi við tillögur sérfræðinga, að nauðsynlegt væri að samhæfa hvata og markmið.

Framsal aflaheimilda var grundvallarþáttur í þessari samhæfingu og aðilar geta nú gert ýmis konar ráðstafanir þegar um blandaðar veiðar er að ræða. Þannig er t.d. unnt að sækja sér aflaheimildir á markaði, framkvæma tegundatilfærslu eða nýta svokallaðan VS-afla samkvæmt reglugerð. Af þessum sökum eru engir hvatar lengur til staðar til að ástunda brottkast.
Skýrslur sem árlega eru unnar af hálfu Hafrannsóknastofnunar staðfesta jafnframt að vel hefur tekist til. Þannig er brottkast á þorski metið um 1%, en um 2-3% á ýsu og er þar jafnan um smáan fisk að ræða. Að sjálfsögðu stendur fullur vilji til þess að útrýma algerlega brottkasti og allir þeir sem bera ábyrgð, sjávarútvegsfyrirtæki, sjómenn og stjórnvöld, eiga ávallt að leita skýringa og leiða til að gera enn betur.

Í fyrrgreindu samhengi má einnig vekja á því athygli, líkt og um umgengni almennt um auðlindir sjávar, að Íslendingar eru í fararbroddi þegar kemur að því að taka á brottkasti. Þannig má nefna að það var ekki fyrr en árið 2013 að bann við brottkasti var fyrst samþykkt af hálfu ESB. Bannið hefur síðan verið innleitt í áföngum frá árinu 2015, en kemur þó ekki að fullu til framkvæmda fyrr en árið 2019.

Árið 2011 mátu sérfræðingar sambandsins að um 23% afla væri kastað. Við Íslendingar getum því, líkt og að svo mörgu öðru leyti þegar kemur að sjávarútvegi, verið stolt af þeim mikla árangri sem náðst hefur. Áframhaldandi gott samstarf allra hagsmunaaðila mun svo vonandi takmarka enn frekar jaðartilvik sem upp geta komið og stríða gegn meginreglunni um bann við brottkasti.

Að öllu því virtu sem hér hefur verið farið yfir þá liggur fyrir að áhyggjur einstakra aðila, sem settar voru fram í fréttaskýringarþættinum Kveik, eru að mestu óþarfar. Umfjöllun um málefnið er hins vegar fagnað, enda eigum við ávallt að leita leiða til að bæta enn umgengni um auðlindir sjávar.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »