Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Kleifaberg RE-70. Í mörg ár hefur skipið verið meðal aflahæstu …
Kleifaberg RE-70. Í mörg ár hefur skipið verið meðal aflahæstu skipa. Mbl.is/Bragi Ragnarsson

„Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu, með það fyrir augum að komast að því hverjir hefðu hent glænýjum fiski af skipinu í sjóinn.

Fram kom á RÚV að myndbandið hefði verið tekið um borð í Kleifabergi fyrir rúmu ári. Víðir segir að umfjöllunin hafi fengið á hann. Hann geti alls staðar staðið keikur og gert grein fyrir því sem myndbandið frá því í þætti Kveiks í gærkvöldi hafi sýnt, en það myndefni var tekið á árunum 2008-2011.

Hann vill ekki ræða hvernig hann telji að myndbandið sem spilað var í kvöld hafi komið til en segist standa með útgerðinni. „Ég er búinn að vera alveg miður mín yfir þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert