Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Sjúkrabíll og viðbragðsaðilar á vettvangi í dag.
Sjúkrabíll og viðbragðsaðilar á vettvangi í dag. Mynd/Landsbjörg

Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Björgunarsveitarbílar eru notaðir til að ferja fólkið til byggða.

Níu björgunarsveitir koma að málum og fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins hefur verið opnuð á Egilsstöðum. Eins og fram hefur komið slasaðist einn í óhappinu en fimm til viðbótar kenndu sér einhvers meins.

Hér má sjá rútuna sem lenti í slysinu.
Hér má sjá rútuna sem lenti í slysinu. Mynd/Landsbjörg

Fólkið í rútunni er frá Taívan.

Þjóðvegur 1 er lokaður á nokkuð stóru svæði, bæði vegna slyssins og vegna veðurs. Að sögn lögreglunnar verður rútu og snjóplóg komið af veginum í kvöld.

Lögreglan segir að nokkuð mörg útköll hafi borist vegna fólks í vanda á vegum í héraðinu. Veður í byggð sé hins vegar ekki svo slæmt. Á hálendisvegum sé „skafrenningur og viðbjóður“.

Uppfært: Aðgerðum björgunarsveita á slysstað lauk nú um hálf sex. Nokkrir hópar eru þó enn á svæðinu og eru að aðstoða farþega annara bifreiða.

Erfiðar aðstæður voru á slysstað.
Erfiðar aðstæður voru á slysstað. Mynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert