Þurfti að þíða bremsur póstbílsins

Erling kominn með heita vatnið til að þíða bremsur póstbílsins.
Erling kominn með heita vatnið til að þíða bremsur póstbílsins. Ljósmynd/Jón Þór Þorvaldsson

Heitt vatn á brúsum þurfti til að þíða frosnar loftbremsur póstflutningabíls sem festist í Hæðarsteinsbrekku, efstu brekkunni sunnan á Holtavörðuheiði, í fyrrakvöld.

Erling Kristinsson, sem annast snjómokstur á heiðinni, fór með um 40 lítra af brennheitu vatni frá Borðeyri upp á heiðina í gærmorgun.

„Þetta var frosið fast eftir nóttina. Maður hellir bara yfir loftventlana sem stýra þessu. Málið er að fara með nógu mikið í brúsum og ílát til að hella með. Ég fór líka með nýja síu sem sér um að þurrka bremsukerfið,“ segir Erling í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann hefur þurft að fara með heitt vatn upp á heiðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert