Athugasemdir, þukl og dónabrandarar

Jafnt innan Alþingis sem í öðru stjórnmálastarfi verða konur fyrir …
Jafnt innan Alþingis sem í öðru stjórnmálastarfi verða konur fyrir kynferðislegri áreitni karla. mbl.is/Golli

„Þegar maður er í vinnunni, stendur og heldur ræðu, þá setja athugasemdir af kynferðislegum toga mann út af laginu.“

Þetta segir Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún er ein þeirra 306 íslensku stjórnmálakvenna sem skrifuðu undir áskorunina Í skugga valdsins þar sem þess er krafist að stjórnmálaflokkarnir taki á kynferðislegri áreitni í stjórnmálum.

Í umfjöllun um kynferðislegt áreiti í Morgunblaðinu í dag segir Unnur Brá, að þegar hún líti til baka til starfa sinna sem forseti Alþingis sjái hún eftir að hafa ekki gefið skýrt til kynna að framkoma sem þessi væri ólíðandi. „Að opna vinnuferli fyrir svona mál. Það þarf að gera það á þinginu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert