Búið að opna yfir Skeiðarársand

Holtavörðuheiði. Líkur eru á að Holtavörðuheiði lokist um miðjan dag …
Holtavörðuheiði. Líkur eru á að Holtavörðuheiði lokist um miðjan dag sem og leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall. mbl.is/Gúna

Búið er að opna veginn um Skeiðarársand, en enn er  þó óveður á svæðinu. Fyrr í morgun var opnað fyrir um­ferð und­ir Eyja­fjöll­um og eins frá Freys­nesi að Höfn, en hætta er á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Lokað er frá Djúpavogi að Þvottá. 

Veður fer held­ur skán­andi nú um há­degi und­ir Eyja­fjöll­um og í Mýr­dal, en áfram verður þó hvasst á þeim slóðum. Bú­ast má við mjög snörp­um, en staðbundn­um strengj­um í all­an dag frá Lómagnúpi og aust­ur um á sunn­an­verða Aust­f­irði

Eins eru Mývatns og Möðrudalsöræfi lokuð, en búast má við að þar opnist upp úr hádegi. Þar er þó hætta er á að þau lokist fljótt aftur.

Þá eru líkur á að Holtavörðuheiði lokist um miðjan dag sem og leiðin yfir Vatnsskarð og Þverárfjall, en út­lit fyr­ir að um há­degi bæti í snjó­kom­una og eins lítið eitt í vind. Mjög blint verður um tíma eft­ir miðjan dag­inn og fram á kvöld.  Þá má búast við að Siglufjarðarvegur lokist einnig er líður á daginn. Einnig má búast við erfiðri færð og akstursskilyrðum í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós.

Óvíst er hvort hægt verði að opna langleiðir á Norður- og Austurlandi fyrr en á laugardag, en líklega fyrr á Vestfjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert