Eykur á skortinn

Fækkun fólks á meðalheimili eykur skort á smærri íbúðum.
Fækkun fólks á meðalheimili eykur skort á smærri íbúðum. mbl.is/Golli

Vísbendingar eru um að breytt samsetning heimila muni ýta undir skort á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Það mun sérstaklega koma fram í smærri íbúðum.

Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Landsbankans mun hátt verð nýrra íbúða eiga þátt í að íbúðaverð hækkar um 8,5% 2018 og um 7% 2019.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, stórar og dýrar íbúðir vera hátt hlutfall nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Því sé ekki útlit fyrir að aukið framboð nýrra íbúða muni lækka íbúðaverð. Spár gera ráð fyrir að íbúum á hverja íbúð haldi áfram að fækka á höfuðborgarsvæðinu á næsta áratug.

Ari segir að vegna þessara tveggja þátta muni skortur á smærri íbúðum að óbreyttu aukast enn frekar.

Kallar á enn fleiri íbúðir

Samkvæmt spá Garðabæjar mun íbúum á hverja íbúð fækka úr 3,17 árið 2000 í 2,1 árið 2030 og skipulagsyfirvöld þar spá mikilli fjölgun eldra fólks í bænum.

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir þessa þróun eiga við landið allt. Fram sé að koma kynslóð eldra fólks sem hefur meira milli handanna en fyrri kynslóðir. Hún muni keppa við ungt fólk um nýjar íbúðir á markaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert