Orkuveitan metur fýsileika niðurrifs

Vesturbyggingin húss OR á Bæjarhálsi
Vesturbyggingin húss OR á Bæjarhálsi mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur meta nú kosti þess að rífa vesturbyggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi í Reykjavík.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, enga ákvörðun hafa verið tekna. Ýmsir kostir séu til skoðunar.

Hann staðfestir að viðgerð á vesturbyggingunni sé ólíklegri en aðrir valkostir í stöðunni. Orkuveitan sé m.a. að kanna hagkvæmni þess að byggja við svonefnda norðurbyggingu á lóð félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert