Reyndu að fela sig inni í fyrirtækinu

mbl.is/Hjörtur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á fjórða tímanum í nótt tilkynning um að verið væri að brjótast inn í fyrirtæki í Árbæ. Hafði sá sem tilkynnti innbrotið séð grunsamlega menn með þar á ferðinni með vasaljós, en þjófarnir spenntu upp glugga til að komast inn í fyrirtækið.

Mennirnir voru svo handteknir 10 mínútum síðar er lögregla kom á vettvang, þar sem þeir reyndu að fela sig innandyra í fyrirtækinu.

Einnig var tilkynnt um þjófnað á tveimur vespum úr bílageymslu í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Vespurnar fundust tveimur tímum síðar við almennt eftirlit í Kópavogi. Lögregla handtók tvo unga menn vegna stuldarins og játuðu þeir verknaðinn. Voru þeir látnir lausir eftir skýrslutökur á lögreglustöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert