Hlutfall einstaklinga í íbúðarkaupum eykst

Reykjavík. Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur …
Reykjavík. Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hækkandi á síðustu misserum. mbl.is/ Sigurður Bogi Sævarsson

Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hækkandi á síðustu misserum. Það var 93,6% á 3. ársfjórðungi í ár sem er hæsta hlutfallið síðan á 2. fjórðungi 2012.

Þetta má lesa úr gögnum Þjóðskrár Íslands, en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Íbúðakaupin eru sett í fjóra flokka eftir seljanda og kaupanda; einstaklingur selur einstaklingi, fyrirtæki selur einstaklingi, einstaklingur selur fyrirtæki og fyrirtæki selur fyrirtæki. Sem áður segir var hlutfall einstaklinga af kaupendum á 3. fjórðungi í ár alls 93,6%.

Til samanburðar fór þetta hlutfall niður í 86,6% á 4. fjórðungi 2014. Hlutfallið hefur þrisvar verið lægra síðan á 2. fjórðungi 2006. Það var 86% á 4. fjórðungi 2009, 83,2% á 1. fjórðungi 2009 og 80,7% á 4. fjórðungi 2008. Af þessu leiðir að á 4. fjórðungi 2008 var hlutfall fyrirtækja í kaupum á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu 19,3%. Má leiða líkur að því að efnahagshrunið haustið 2008 hafi haft þar áhrif.

Hefur hlutfall fyrirtækja í kaupum á íbúðum á svæðinu verið frá 4,3% til 19,3% frá 2. fjórðungi 2006.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert