Verbúðirnar verði friðaðar

Gömlu verbúðirnar hafa fengið nýtt hlutverk og hafa mikið aðdráttarafl …
Gömlu verbúðirnar hafa fengið nýtt hlutverk og hafa mikið aðdráttarafl fyrir gesti og gangandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að fela hafnarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar hvernig standa megi að friðun verbúðanna við Geirsgötu þar sem miðað verði við friðun á þeim reit sem húsin standa á eða ytra útliti húsanna.

Verbúðirnar við Gömlu höfnina eru mjög mikilvægar fyrir hafnarmyndina. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir, í samtali við Morgunblaðið í dag, að þær hafi aldrei verið friðaðar að neinu leyti og hafnarstjórnin vilji breyta því. Í skipulagi, þegar talað var um Mýrargötustokk, var gert ráð fyrir að rífa hluta verbúðanna til að koma stokknum fyrir, en því var breytt.

„Það eru nokkrar leiðir til friðunar en líklegast er að um verði að ræða svokallaða hverfisfriðun enda búið að breyta innviðum og útliti húsanna. En við erum að skoða málin,“ segir Gísli.

Upphaf verbúðanna má rekja meira en 80 ár aftur í tímann eða til ársins 1933. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert