Rafmagnslaust í Kópavogi

Raflínur. Myndin er úr safni.
Raflínur. Myndin er úr safni. mbl.is/Einar Falur

Rafmagnslaust er í nokkrum götum í Kópavogi vegna háspennubilunar. Tilkynningu þess efnis er að finna á vef Veitna. 

Bilunin nær til Laufbrekku, Furugrundar, Ástúns, Túnbrekku, Þverbrekku „og þar í kring“. Unnið er að viðgerð og vonast er til þess að rafmagn verði komið á innan stundar. Samkvæmt upplýsingum mbl.is eru einhver umferðarljós á Nýbýlavegi straumlaus.

Því er beint að notendum að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. „Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.“

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á þessum óþægindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert