Tvöfalt fleiri kennarar á sjúkradagpeningum

Þeim fjölgar sem þiggja sjúkradagpeninga frá Kennarasambandinu vegna langtímaveikinda. Það …
Þeim fjölgar sem þiggja sjúkradagpeninga frá Kennarasambandinu vegna langtímaveikinda. Það stefnir í að fjöldinn tvöfaldist á milli ára. mbl.is/ÞÖK

Útlit er fyrir að fjöldi þeirra kennara sem fá sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins muni tvöfaldast á milli ára og að stór hluti af heildarútgjöldum sjóðsins verði vegna þessara greiðslna.

Talsverðan hluta þessara veikinda má rekja til álags í starfi. Sjúkradagpeningar eru greiddir þeim sem lenda tímabundið út af launaskrá vegna veikinda eða slyss og eru greiddir eftir að veikindarétti sleppir, að því er fram kemurí Morgunblaðinu í dag.

Fyrr í þessari viku greindi blaðið frá því að frá og með næstu mánaðamótum myndi sá tími sem félagsmenn KÍ eiga rétt á sjúkradagpeningum skerðast um 25% vegna mikillar fjölgunar kennara sem eru frá vinnu í lengri tíma vegna veikinda. Þar sagði Kristín Stefánsdóttir, formaður stjórnar sjúkrasjóðs KÍ, að héldi þessi þróun áfram myndi sjóðurinn tæmast eftir ár og verið væri að bregðast við því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert