Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

Grafarvogurr
Grafarvogurr mbl.is/Sigurður Bogi Sævarson

„Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag.

Þar mætti Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri á lögreglustöðinni að Vínlandsleið í Grafarholti, og ræddi við fundargesti um löggæslu í hverfinu.

Árni segir íbúa í Grafarvogi hafa haft nokkrar áhyggjur af aukinni tíðni innbrota undanfarið og þau mál voru til umræðu á fundinum, að því er fram kemur í umfjöllun um hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert