Engin merki sjást um eldgos

Skjaldbreiður skelfur.
Skjaldbreiður skelfur. mbl.is/RAX

Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt.

Jarðskjálftahrina sem hófst í fjallinu Skjaldbreið við Langjökul í fyrradag var í rénun í gær. Tæplega 100 skjálftar komu fram á mælum Veðurstofu Íslands frá laugardagskvöldi og fram á sunnudagsmorgun. Fjórir jarðskjálftar meira en 3 stig hafa komið í þessari hrinu, sá stærsti 3,8 stig í gærmorgun um níuleytið.

Stærstu skjálftarnir fundust í uppsveitum Árnessýslu og sá öflugasti fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert