Hrútar eru fagur fénaður

Klippingin tekur tíma og hrúturinn þarf að taka á þolinmæðinni.
Klippingin tekur tíma og hrúturinn þarf að taka á þolinmæðinni. mbl.is/Atli Vigfússon

Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, á marga hrúta og hefur stundað ræktunarstarf um langt árabil. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar hann og systursonur hans, Gunnar Sigurður Jósteinsson, tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali.

Stórir og miklir hrútar hafa löngum fangað augu þeirra sem áhuga hafa á sauðfé og sauðfjárkynbótum. Margir þeirra eru þungir og stórir og það er ekki alltaf auðvelt að draga þá í dilka, teyma eða rýja.

Horn þeirra eru oft mikil og hringhyrndir hrútar bera oft á tíðum glæsileg horn sem bera vott um það vald sem þeir hafa í hjörðinni. Geðslag þeirra er mjög misjafnt og margir þeirra eru mikil gæludýr sem vilja láta klappa sér á milli hornanna eða á bak við eyrun í hvert sinn sem komið er í húsin.

Sjá umfjöllun um hrútaræktunina í Árholti í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert