Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

Skjaldbreiður.
Skjaldbreiður. mbl.is/RAX

Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.

Tveir skjálftar mældust þar í nótt, báðir minni en 1 að stærð og mældist þar einn í morgun kl. 7:52 af stærð 1,8, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Í hrinunni mældust rúmlega 100 skjálftar. Fjórir skjálftar voru yfir 3 að stærð, sá stærsti 3,8 að morgni sunnudags kl. 8:48. Hann fannst í uppsveitum Árnessýslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert