Lögblindur en fær ekki að prófa nýja gerð af gleraugum sem hann fékk til landsins

Blindraletur lesið.
Blindraletur lesið. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um.

Gagnrýnir maðurinn, Svavar Guðmundsson, Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE) í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Svavar segist hafa frétt af því að til væru gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað sínum augnsjúkdómi sem og öðrum. Óskaði hann eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að þau væru keypt, svo hægt væri að prófa þau hér. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur honum ekki enn tekist það, segir í greininni í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert