Raðhúsahverfi með rekstrarhagkvæmnina að leiðarljósi byrjað að rísa í Reykjanesbæ

Jónas Ragnarsson í nýja raðhúsahverfinu.
Jónas Ragnarsson í nýja raðhúsahverfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir.

Jónas Ragnarsson framkvæmdastjóri segist hafa keypt lóðina undir húsin árið 2015, þegar ástandið á Suðurnesjum hafi verið öllu verra en nú er. Margir hafi rekið upp stór augu þegar hann keypti lóðir fyrir yfir 100 milljónir. „Það hafði enginn trú á þessu svæði, en ég taldi að þetta myndi fara að rísa.“

Í umfjöllun um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag segir Jónas að allir sem starfi við framkvæmdina séu faglærðir, en rekstrarhagkvæmni var leiðarljósið í hönnuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert