Snjókoma á Hellisheiði

Það snjóar á Hellisheiði en á höfuðborgarsvæðinu rigndi í morgun.
Það snjóar á Hellisheiði en á höfuðborgarsvæðinu rigndi í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði.

Nokkur hálka er á Vesturlandi einkum á fjallvegum en sums staðar hefur éljað og snjóþekja er m.a. á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víðast nokkur hálka, snjóþekja eða krapi. Ófært er yfir Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi og austur yfir Öræfin, segir í frétt frá Vegagerðinni. Það er mikið autt á Héraði en hálka á Fjarðarheiði og Fagradal. Á Austfjörðum og með suðausturströndinni er hiti ýmist í kringum núllið eða í plús og krapi eða hálka á vegum, jafnvel flughált á kafla vestan Klausturs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert