Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar.
Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar. Ljósmynd/Aðsend

Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn.

Segir í fréttatilkynningu frá ON að hlaðan er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundinni hleðslu. Fyrir jól muni ON síðan bæta við hlöðum sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum en fyrirtækið hefur einsett sér að koma upp hleðslustöðvum hringinn í kringum landið.

Segir enn fremur í tilkynningunni að í  smáforritinu ON Hleðsla, sem hægt sé að sækja í Play Store eða App Store geti rafbílaeigendur séð hvar hlöður ON er að finna, stystu leið að þeim, hvaða tengjum þær eru búnar og hvort þær eru uppteknar eða hvort viðhald stendur yfir.

Hleðslustöðvar Orku náttúrunnar.
Hleðslustöðvar Orku náttúrunnar. Kort/Aðsent
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert