Heppin að vinna við áhugamálið

Hlín starfar sem sérkennari á yngsta stigi í Norðlingaskóla. Hún …
Hlín starfar sem sérkennari á yngsta stigi í Norðlingaskóla. Hún er greinilega komin í jólaskap. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika.

„Þetta er ótrúlega mikil viðurkenning fyrir mig. Það er alltaf dýrmætt þegar tekið er eftir að maður sé að gera eitthvað gott. Verðlaunin hvetja mig sannarlega til að halda áfram á þessari braut, því þau sýna að það er þörf fyrir það sem ég er að gera,“ segir Hlín sem var ein þeirra þriggja sem fengu á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2017.

Hún fékk verðlaun í flokki einstaklinga, fyrir brennandi áhuga og frumkvæði að fjölbreyttum kennsluaðferðum. Hlín starfar sem sérkennari yngsta stigs í grunnskólanum í Norðlingaholti og hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur kennslu, uppeldi, menntun, sálfræði og börnum.

Sjá samtal við Hlín um verðlaunin í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert