Hrikalega hált víða

Mynd/Vegagerðin

Hálkublettir eru víða á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni en á Suðurlandi er víðast hvar snjóþekja og hálka. 

Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi en meira um hálkubletti á Norðausturlandi. Flughálka er milli Sauðárkróks og Hofsóss, Blönduóss og Skagastrandar, í Norðurárdal og í Köldukinn. Þæfingur og snjókoma er á Öxnadalsheiði.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi en snjóþekja á stöku stað. Með suðausturströndinni er allvíða krapi eða hálka á vegum. Ófært um Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert