Landhelgisgæslan þarf léttabát

Týr í Reykjavíkurhöfn.
Týr í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er.

Eru bátar þessir notaðir til meðal annars ýmissa þjónustuverkefna Landhelgisgæslunnar og þegar fara þarf í verkefni á hafi úti frá varðskipum.

Léttabáturinn sem á að skipta út er af gerðinni Springer og var keyptur í kringum 2000 þegar bátar varðskipanna Týs, Ægis og Óðins voru endurnýjaðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert