Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

mbl.is/Hjörtur

Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Stöð 2 greindi fyrst frá málinu.

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is að gangandi vegfarendur hafi gert lögreglu viðvart um manninn, en hann fannst í læk í Fossvogsdalnum. Ekki er talið að liðið hafi langur tími frá andláti mannsins og þangað til hann fannst.  

Lögregla telur sig vita hver maðurinn er, en á þó eftir að fá það staðfest. Ekki er talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert