Á heimavelli í Hollandi

Á Faxaflóa. Ólafur William Hand stýrir skútunni Gullfossi, sem er …
Á Faxaflóa. Ólafur William Hand stýrir skútunni Gullfossi, sem er í eigu starfsmannafélags Eimskips, til hafnar. mbl.is/RAX

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. „Þetta verður mikil breyting fyrir mig, ný ögrun og aukin tækifæri,“ segir hann.

 „Þetta verður mikil breyting fyrir mig, ný ögrun og aukin tækifæri,“ segir Ólafur í Morgunblaðinu í dag. Sagt er um Ólaf að hann virðist geta allt og gera allt. Hann segir það orðum aukið. „Ég hef að vísu komið víða við og sérstaklega tengst hafinu en er lofthræddur og gafst upp á flugnáminu eftir nokkra tíma.“

Ólafur er með „pungaprófið“ og sérstakt próf í siglingum á vötnum og ám í Evrópu. Hann segist hlakka til að reyna siglingar á prömmum eða skútum á síkjum Hollands og henda sér í Garda-vatnið og önnur slík á meginlandinu. „Það er svo stutt til allra átta frá Rotterdam og ekkert mál að skreppa í helgarferð til nálægra landa án þess að þurfa að fljúga,“ bendir hann á.

Sjá viðtal við Ólaf William í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert