Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

Vegurinn um Hjallaháls er oft þungfær í skammdeginu.
Vegurinn um Hjallaháls er oft þungfær í skammdeginu. Ljósmynd/Vegagerðin

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar.

Opinn íbúafundur verður um vinnslutillögu vegna málsins á mánudag. Ekki er búið að gera upp á milli leiða Þ-H, um Teigsskóg, og D, sem eru jarðgöng undir Hjallaháls. 

Inga Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir að ákvörðun verði tekin á næsta fundi sveitarstjórnar en umsagnarfrestur vegna málsins rennur út 5. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert