Hagkaup innkallar mjúkdýr

Ty-mjúkdýr sem um ræðir.
Ty-mjúkdýr sem um ræðir.

Hagkaup hefur innkallað marglit Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundar. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu, samanber mynd (The Beanie Boo´s collection/rainbow).

Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Þar segir að gallinn geti valdið því að fóðurfylling geti losnað úr leikfanginu og valdið skaða. Varan uppfylli því ekki þær kröfur sem í gildi eru hér á landi.

„Því vill Hagkaup beina því til viðskiptavina sinna sem keypt hafa fyrrgreint mjúkdýr að þeir geti skilað þeim í næstu Hagkaupsverslun og fengið vöruna endurgreidda eða fengið að skipta í nýtt mjúkdýr.

Hagkaup hefur nú þegar tekið vöruna úr sölu í verslunum sínum,“ segir í tilkynningu á vef Neytendstofu.

Umrædd vara hefur módel-númerið 1216/15626.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert