Horft til annarra norrænna landa

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Ófeigur Lýðsson

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd Alþingis muni hafa sama háttinn á og undanfarin ár hvað varðar skýrslu ríkjahóps gegn spillingu og fjalla um skýrsluna og ákveða hvernig verði brugðist við henni.

Forseti Alþingis segir í Morgunblaðinu í dag að skiptar skoðanir hefðu verið um hvort veita bæri fjárhagsupplýsingar um maka og börn þingmanna þegar Alþingi setti alþingismönnum siðareglur.

„Það varð niðurstaðan að ganga ekki lengra að sinni en þetta. Skráning fjárhagslegra hagsmuna þingmanna á sér svolítið lengri sögu en siðareglurnar. Í þeim reglum er tekið á því, en ekki siðareglunum sem slíkum. Þar eru bara almenn ákvæði um hagsmunaárekstra og upplýsingagjöf,“ segir Steingrímur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert