Skuldir lækki um 50 milljarða

Bjarni Benediktsson í fjármálaráðuneytinu í morgun.
Bjarni Benediktsson í fjármálaráðuneytinu í morgun. mbl.is/Eggert

Gert er ráð fyrir því að skuldir ríkissjóðs muni lækka um 50 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á blaðamannafundi kom fram að skuldir hafi lækkað hratt undanfarin ár með hærri landsframleiðslu. Stöðugleikafrumvarpið hafi helst verið nýtt til þess. 

Skuldastaða hins opinbera samkvæmt fjárlögum 2018.
Skuldastaða hins opinbera samkvæmt fjárlögum 2018. Graf/Fjármálaráðuneytið

Sameiginlegt skuldahlutfall ríkis og sveitarfélaga nálgist að fara undir 30 prósenta markið sem kveðið er á um í lögum.

Hann sagði að skuldir sveitarfélaga muni lækka eitthvað hjá sveitarfélögunum en fyrst og fremst muni þær lækka hjá ríkinu.

Alþingi við Austurvöll.
Alþingi við Austurvöll. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert