Lagði ríka áherslu á samstarf

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði ríka áherslu á gott samstarf á Alþingi í umræðum um fjármálafrumvarpið 2018 þegar hann lagði það fram í ljósi þess hversu knappur tími væri til stefnu að samþykkja það.

Í ræðu sinni greindi hann frá því að efnahagur landsins væri góður og þar af leiðandi væri rík áhersla lögð á að efla og styrkja innviði og velferðarkerfi svo allt samfélagið njóti góðs af því. 

Þegar Bjarni ræddi um heilbrigðismálin benti hann á að þar sem drægi úr hagvexti á næstu árum þá væri líklega ekki hægt að bæta viðbótarfjármagni við málaflokka á kjörtímabilinu líkt og hafi tíðkast í gegnum árum. 

Eftir hrunið var uppsöfnuð fjárfestingarþörf á ýmsum sviðum og í þessu fjármálafrumvarpi er hluta hennar mætt, að sögn Bjarna. 

Þegar framlög til háskóla voru nefnd sagði hann skipta máli að sátt þyrfti að ríkja um hvenig reiknað væri út framlag til þeirra til samanburðar við önnur lönd.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert